Laugardagskvöld 23ja október fluttu nemendur Tónlistarskólans í Reykjavík ævintýraóperuna Hlina í gamla iðnaðarmannahúsinu við Tjörnina, fyrstu sýningu þriggja. Var einkar ánægjulegt að eiga kost á að hlýða á hina ungu flytjendur takast á við samleiksverkefni sem reyndi á þanþol getunnar án þess að ofbjóða. Enda óperan samin sérstaklega fyrir þessa nemendur. Það var nefnilega ágætur kennari skólans, Þórunn Guðmundsdóttir, sem hafði unnið verkið upp úr íslensku þjóðsögunni um Hlina kóngsson og Signý karlsdóttur, samið óperutextann, vel að merkja ort og stóð vel og hnyttilega í hljóðstaf eftir góðum bragreglum, og ekki síst samið tónlistina. Það var einsöngur og alls konar samsöngur og flókinn kórsöngur, forleikur og meðleikur hljómsveitar þar sem einnig brá fyrir einleik á hljóðfæri, svo sem á flautu. Tónlistin var glaðleg sem fór vel við æskuþokka flytjendanna. Skólastjórinn Kjartan Óskarsson stjórnaði hljómsveitinni við flutning óperunnar. Þórunn var sjálf titluð leikstjóri í leikskrá og má ætla að hún hafi haft veg og vanda af æfingum og öðrum undirbúningi. Þónokkur tilþrif voru sjáanleg á sviði til þess sjónleiks sem fullþroska óperuverk skulu vera. Og þótt ótrúlegt megi virðast tókst að finna, útvega og útbúa hæfileg klæði og gervi á flytjendur hvað gerði leikhúslifunina sterkari og sannari en ella hefði verið.
Hér hæfir ekki að nefna nöfn hinna ungu söng- og leikkrafta, hlutverkin voru misstór og gerðu mismiklar kröfur. Hér skal lögð áhersla á gleði samleiksins sem aldrei slaknaði frá upphafi til enda í nær hálfa aðra stund (hlé innifalið í þeirri tímamælingu).
Heiður og þökk fellur fyrst og fremst til Þórunnar Guðmundsdóttur. Fjölþættir hæfileikar eru aðdáunarefni en ekki er síður þakkarverð alúð hennar við uppeldisstörfin.
mánudagur, 25. október 2010
Gerrit klappaði Ágúst upp
Miðvikudaginn 20asta tíunda varð veslingur minn seinn fyrir og kom ekki í hljómleikasal fyrr en Gerrit okkar blessaður hafði mælt sín upphafsorð um efni hádegisstundar, ég heyrði hann þó nefna söngvarann góðkunna Ágúst Ólafsson. Svo steig Ágúst fram og kynnti dagskrá sína sjálfur. Söngrödd hans mikil og sterk fyllti salinn út í hvert horn svo að prýðilegt var að sitja úti við dyr. Öðru máli gegnir um talrödd hans og framsögn, það vantaði talsvert á að hann í talkynningu næði eyrum mínum svo dygði. Svo að það gerðist sem æva skyldi að mér varð ókleift að nema nafn tónhöfundarins. Ég ætla hann franskan því að án efa söng Ágúst tilfinningarík lög við franska texta. Mjög reyndi á hæfni söngvarans en meðleikarans ekki síður og höfðu báðir sóma af flutningnum. Gerrit er vitaskuld óska-meðleikari hvers góðs söngvara og þess naut Ágúst.
Fyrsta lagið eftir hinn meinta franska tónhöfund var einhvers konar erfðaskrá, annað var tileinkað hinni heittelskuðu, hið þriðja aldan og bjallan laut að sjómanns raunum, það fjórða kvöldsöngur til konu. Í aukalagi þurfti söngvarinn að skipta gersamlega um búning raddar og framgöngu, í stað háværra tilfinninga kom undursamlegur þýðleiki Schuberts í laginu Leise flehen meine Lieder / durch die Nacht zu Dir; – komm beglücke mich! (ljóð Rellstabs)
Þar með fór söngvarinn fram eftir skyldugar hneigingar. En salsgestir héldu áfram að klappa með foringjann Gerrit fremstan og hlaut Ágúst að hlýða kalli. Annað aukalag þeirra félaga var serenaða kvennaflagarans don Juans til donnu Elvíru (?? „Deh, vieni alla finestra, o mio tesoro“) – úr óperu Mozarts um Don Giovanni.
Fyrsta lagið eftir hinn meinta franska tónhöfund var einhvers konar erfðaskrá, annað var tileinkað hinni heittelskuðu, hið þriðja aldan og bjallan laut að sjómanns raunum, það fjórða kvöldsöngur til konu. Í aukalagi þurfti söngvarinn að skipta gersamlega um búning raddar og framgöngu, í stað háværra tilfinninga kom undursamlegur þýðleiki Schuberts í laginu Leise flehen meine Lieder / durch die Nacht zu Dir; – komm beglücke mich! (ljóð Rellstabs)
Þar með fór söngvarinn fram eftir skyldugar hneigingar. En salsgestir héldu áfram að klappa með foringjann Gerrit fremstan og hlaut Ágúst að hlýða kalli. Annað aukalag þeirra félaga var serenaða kvennaflagarans don Juans til donnu Elvíru (?? „Deh, vieni alla finestra, o mio tesoro“) – úr óperu Mozarts um Don Giovanni.
föstudagur, 15. október 2010
Gerrit og Jón

Miðvikudaginn 15ánda október 2010 biðu um 30 manns sitjandi á bólstruðum bekkjum fríkirkjunnar við Tjörnina eftir að þeirra frelsandi hollvinur Gerrit Schuil birtist með gest dagsins. Og fögnuðu þeim Jóni Sigurðssyni píanóleikara sem einn settist að Petroff-flyglinum og lék án nótnablaða nokkur verk (sem hann er að gefa út á diski):
• Tokkötu eftir Lækinn (Jóhann Sebastían Bach). Jóni láðist að geta um nafn og númer en kynni að hafa verið sú í G dúr númer 916 í Bachverkasafni. Hún er í hópi tokkata sem Lækurinn samdi snemma á ferli sínum, fyrir þrítugsaldurinn.
• Sónötu í F dúr eftir Mózart, 1sta þáttinn hraða aðeins. Held að hafi verið sónatan nr. 332 í Köchelskrá, samin laust eftir 1780. Ekki meðal auðveldustu verka í flutningi ef allur Mózart á að birtast í sínum léttstíga glæsileik.
• Fimm prelúdíur Skrjabíns (Скрябина) frá Evrópuferð hans 24ra ára frá 1895.
• Etýða eftir Nikolæ Kapústín (Николай Капустин), rússneskan píanóleikara og tónskáld sem hefir gælt nokkuð við jazz, svo sem heyra mátti í pastoralinu frá 1986 sem Jón flutti áheyrilega.
fimmtudagur, 7. október 2010
Annar Antoníuhljómleikur vetrarins
Var í aðalsal Hafnarborgar fimmtudag á hádegi, Antonía Hevesi kynnti gest sinn Huldu Björk Garðarsdóttur sópransöngkonu. Saman fluttu þær 3 óperuaríur, 2 eftir Verdi og eina Puccinis, sem allar áttu það sammerkt að stúlka söng draumaprinsi sínum hrifningaróð, stundum sakleysið uppmálað, stundum nokkru veraldarvanari.
Gilda dóttir hirðfíflsins Rigolettos hefir hitt myndarlegan stúdent en veit ekki að hann hefir logið til nafns og á bakvið stúdentsklæðin dylst auvirðilegur kvennaflagari, sjálfur mantúahertogi húsbóndi föður hennar. Hún nefnir nafn hans og andvarpar á óperuvísu:
Caro nome che il mio cor /festi primo palpitar,
le delizie dell'amor / mi dêi sempre rammentar!
Hugljúfa nafn sem fær hjarta mitt til að bifast fyrsta sinni,
ávallt verður þú til að minna mig á unaðssemdir ástarinnar.
Svo var sungið fyrsta sinni í La Fenice leikhúsinu í Feneyjum 1851.
Frægð Puccinis byggist á tveimur óperum, La Bohème frá 1896 og Madame Butterfly frá 1904. Hér voru flutt í söng hin hversdagslegu orð saumastúlkunnar Mímíar við skáldið Rodolfo þegar þau kynnast í fyrsta þætti La Bohème:
Sì. Mi chiamano Mimì / ma il mio nome è Lucia.
La storia mia è breve.
A tela o a seta / ricamo in casa e fuori …
Já, ég er köllluð Mímí en heiti réttu nafni Lúsía.
Saga mín er stutt.
Útsaumað í klút eða silki heima og heiman …
Næsta fræga ópera Verdis eftir Rigoletto var La travíata, hin afvegaleidda, 1853, einnig frumsýnd í Fenice.
Þegar í fyrsta þætti hittast þau Víoletta daðurdrós og sakleysinginn Alfredo Germont. Orðin ein hugleiðir Víoletta stöðu sína:
È strano! è strano! in core / Scolpiti ho quegli accenti!
Hve skrítið, hve skrítið, hvernig þessi orð hafa meitlast í hjarta mér.
– en kemst að þeirri niðurstöðu að vitaskuld vilji hún umfram allt vera frjáls:
Sempre libera degg'io / Folleggiar di gioia in gioia.
Alltaf skal ég vera frjáls og veltast um af gleði í gleði.
Að lokum fluttu þær Antónía og Hulda Björk lag úr kvikmynd Disneys um Mjallhvíti og dvergana sjö frá árinu 1937, tónhöfundur Frank Churchill 1901–1942:
Some day my prince will come / Some day we'll meet again
Dag einn kemur prinsinn minn / dag einn hittumst við á ný.
Það var mikið happ fyrir menningarlífið í Hafnarfirði þegar ungverjinn Antónia Hevesi, fædd Szabó, fluttist suður eftir áratugs útlegð í Siglufirði. Þetta mun vera áttundi veturinn sem hún stendur fyrir hádegishljómleik í Hafnarborg á mánaðarfresti. Þá fær hún jafnan söngvara til liðs við sig og píanóið og tónlistin fyllir salinn sem er gæddur furðu góðum hljómburði. Og salurinn fyllist af fólki. — Á fyrsta hljómleik vetrarins fyrir réttum mánuði lá við að húsið spryngi utanaf Antóníu og Garðari Thor Cortes.
Gilda dóttir hirðfíflsins Rigolettos hefir hitt myndarlegan stúdent en veit ekki að hann hefir logið til nafns og á bakvið stúdentsklæðin dylst auvirðilegur kvennaflagari, sjálfur mantúahertogi húsbóndi föður hennar. Hún nefnir nafn hans og andvarpar á óperuvísu:
Caro nome che il mio cor /festi primo palpitar,
le delizie dell'amor / mi dêi sempre rammentar!
Hugljúfa nafn sem fær hjarta mitt til að bifast fyrsta sinni,
ávallt verður þú til að minna mig á unaðssemdir ástarinnar.
Svo var sungið fyrsta sinni í La Fenice leikhúsinu í Feneyjum 1851.
Frægð Puccinis byggist á tveimur óperum, La Bohème frá 1896 og Madame Butterfly frá 1904. Hér voru flutt í söng hin hversdagslegu orð saumastúlkunnar Mímíar við skáldið Rodolfo þegar þau kynnast í fyrsta þætti La Bohème:
Sì. Mi chiamano Mimì / ma il mio nome è Lucia.
La storia mia è breve.
A tela o a seta / ricamo in casa e fuori …
Já, ég er köllluð Mímí en heiti réttu nafni Lúsía.
Saga mín er stutt.
Útsaumað í klút eða silki heima og heiman …
Næsta fræga ópera Verdis eftir Rigoletto var La travíata, hin afvegaleidda, 1853, einnig frumsýnd í Fenice.
Þegar í fyrsta þætti hittast þau Víoletta daðurdrós og sakleysinginn Alfredo Germont. Orðin ein hugleiðir Víoletta stöðu sína:
È strano! è strano! in core / Scolpiti ho quegli accenti!
Hve skrítið, hve skrítið, hvernig þessi orð hafa meitlast í hjarta mér.
– en kemst að þeirri niðurstöðu að vitaskuld vilji hún umfram allt vera frjáls:
Sempre libera degg'io / Folleggiar di gioia in gioia.
Alltaf skal ég vera frjáls og veltast um af gleði í gleði.
Að lokum fluttu þær Antónía og Hulda Björk lag úr kvikmynd Disneys um Mjallhvíti og dvergana sjö frá árinu 1937, tónhöfundur Frank Churchill 1901–1942:
Some day my prince will come / Some day we'll meet again
Dag einn kemur prinsinn minn / dag einn hittumst við á ný.
Það var mikið happ fyrir menningarlífið í Hafnarfirði þegar ungverjinn Antónia Hevesi, fædd Szabó, fluttist suður eftir áratugs útlegð í Siglufirði. Þetta mun vera áttundi veturinn sem hún stendur fyrir hádegishljómleik í Hafnarborg á mánaðarfresti. Þá fær hún jafnan söngvara til liðs við sig og píanóið og tónlistin fyllir salinn sem er gæddur furðu góðum hljómburði. Og salurinn fyllist af fólki. — Á fyrsta hljómleik vetrarins fyrir réttum mánuði lá við að húsið spryngi utanaf Antóníu og Garðari Thor Cortes.
miðvikudagur, 6. október 2010
Ljáðu eyra – Kvaran Kúpereng Kolnídrei
Hér vantar að geta um hvað Gerrit Schuil bar fyrir trygga hlustendur sína 29unda september en í dag kvaðst hann ætla að breyta til, hefði látið mannsrödd syngja síðustu 3 skipti, nú kæmi einleikshljóðfæri.
Gunnar Ævarsson Kvaran birtist með knéfiðlu sína og honum vel fagnað. Tvö 10 mínútna tónverk voru flutt í samleik þeirra Gerrits og Gunnars, annað frá öndverðri 18du öld, hitt frá ofanverðri 19du. Hið fyrra: Pièces en Concert frá árinu 1728, eins konar svíta í 5 þáttum, upphaflega gerð fyrir viola da gamba. Þættirnir Prélude (forleikur), Sicilienne (silileyjardans), La tromba (trumban), Plainte (kveinstafir) og Air de Diable (sem Gunnar hnyttilega nefndi Kölski kyrjar). Höfundur François COUPERIN (1668-1733), af ætt tónlistarmanna – föðurbróðir hans var Louis 4 áratugum eldri, organleikari að ævistarfi en leikinn á sembal og viola da gamba. Bróðursonurinn François var talinn honum miklu fremri og því nefndur 'le Grand' hinn mikli. Þessi yngri Couperin lifði og hrærðist í barok-tónlist síns tíma, var organleikari, kennari og þó einkum semballeikari og höfundur ótal sembalverka og ýmissa annarra tónverka. Konsertpésarnir voru afar áheyrilegir.
Seinna verkið er eins konar hugleiðing þýska tónskáldsins Max Bruch (1838–1920) frá árinu 1881 á Kol nidrei bæn gyðinga, gerð fyrir knéfiðlu og hljómsveit en nú sem oftar flutt með píanóleik. Kol Nidre „öll mín heit“ er ævagamall helgitexti á aramísku og felur í sér eintal trúaðrar sálar um að henni séu fyrirgefin óhaldin loforð gagnvart guði. Jom kippur friðþægingarhátíðin er ársins mesta hjá gyðingum, hræranleg hátíð sem fellur á laugardag að hausti til, í ár á 18. september, næsta ár á 8. október. Föstudagskvöldið næst áður er Kol nidre sungin í samkunduhúsinu. Tónskáldið lagði út af hefðbundnum sönglögum við bænina og hlaut fyrir það tilhæfulausa rykti að hann væri gyðingaættar. Því var tónsmíðum hans úthýst úr 3ja ríki nazista. Þekktasta tónverk Bruchs er fyrsti slaghörpukonsertinn sem hann samdi fyrir þrítugt og enn er tíðum leikinn. Flutningur þeirra G og G var innilegur og áhrifaríkur.
Þeir félagar fluttu aukalag: Le cygne svaninn eftir Camille Saint-Saëns (1835–1921) sem er í rauninni 13ándi og næstsíðasti þátturinn í Karneval dýranna frá 1886. Fljótandi tónar eins og að horfa á álft sem líður um á lygnu vatni, þannig var túlkun Gunnars og harla réttilega.
Gunnar Ævarsson Kvaran birtist með knéfiðlu sína og honum vel fagnað. Tvö 10 mínútna tónverk voru flutt í samleik þeirra Gerrits og Gunnars, annað frá öndverðri 18du öld, hitt frá ofanverðri 19du. Hið fyrra: Pièces en Concert frá árinu 1728, eins konar svíta í 5 þáttum, upphaflega gerð fyrir viola da gamba. Þættirnir Prélude (forleikur), Sicilienne (silileyjardans), La tromba (trumban), Plainte (kveinstafir) og Air de Diable (sem Gunnar hnyttilega nefndi Kölski kyrjar). Höfundur François COUPERIN (1668-1733), af ætt tónlistarmanna – föðurbróðir hans var Louis 4 áratugum eldri, organleikari að ævistarfi en leikinn á sembal og viola da gamba. Bróðursonurinn François var talinn honum miklu fremri og því nefndur 'le Grand' hinn mikli. Þessi yngri Couperin lifði og hrærðist í barok-tónlist síns tíma, var organleikari, kennari og þó einkum semballeikari og höfundur ótal sembalverka og ýmissa annarra tónverka. Konsertpésarnir voru afar áheyrilegir.
Seinna verkið er eins konar hugleiðing þýska tónskáldsins Max Bruch (1838–1920) frá árinu 1881 á Kol nidrei bæn gyðinga, gerð fyrir knéfiðlu og hljómsveit en nú sem oftar flutt með píanóleik. Kol Nidre „öll mín heit“ er ævagamall helgitexti á aramísku og felur í sér eintal trúaðrar sálar um að henni séu fyrirgefin óhaldin loforð gagnvart guði. Jom kippur friðþægingarhátíðin er ársins mesta hjá gyðingum, hræranleg hátíð sem fellur á laugardag að hausti til, í ár á 18. september, næsta ár á 8. október. Föstudagskvöldið næst áður er Kol nidre sungin í samkunduhúsinu. Tónskáldið lagði út af hefðbundnum sönglögum við bænina og hlaut fyrir það tilhæfulausa rykti að hann væri gyðingaættar. Því var tónsmíðum hans úthýst úr 3ja ríki nazista. Þekktasta tónverk Bruchs er fyrsti slaghörpukonsertinn sem hann samdi fyrir þrítugt og enn er tíðum leikinn. Flutningur þeirra G og G var innilegur og áhrifaríkur.
Þeir félagar fluttu aukalag: Le cygne svaninn eftir Camille Saint-Saëns (1835–1921) sem er í rauninni 13ándi og næstsíðasti þátturinn í Karneval dýranna frá 1886. Fljótandi tónar eins og að horfa á álft sem líður um á lygnu vatni, þannig var túlkun Gunnars og harla réttilega.
þriðjudagur, 5. október 2010
AlKvik 2010
*
Fjarri fer því að ég fengi neitt þolanlegt yfirlit yfir Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík dagana 23ja september til 3ja október 2010, AlKvik sem ég svo nefni. Til þess voru myndirnar alltof margar og ég illa skaptur til áhorfs. Mér þótti meira en nóg að sitja undir 7 kvikmyndum, beinlínis treysti mér ekki í hinar 107 sem ég ekki sá.
Fyrst skal telja grænlensku myndina Nuummioq sem var nú ansi dönsk með dönskum handritshöfundi, leikstjóra og leikurum að miklum meirihluta. En grænlenskt var landslagið og myndin kostuð af grænlendingum. Myndin sýnir hversdagslegt nútímalíf í Nuuk undir skugga sjúkdóms og ógleymdrar örlagasögu. Vel þolanleg mynd en hefði mátt sýna meira inn í andstæður hins grænlenska og hins danska. Og brúka fleiri grænlenska krafta. Handritshöfundur og leikstjóri Torben Bech, aðalleikari Otto Rosing og átti einnig hlut að handriti og leikstjórn.
Til þess þá að koma mér inn í aldanskan veruleika sá ég kvikmyndina Súbbmaríno sem gerist í undirheimum Kaupinhafnar og sýndi leiðinlegt fólk við leiðinda kringumstæður, drykkju dufl og fíkn. Áhorfandinn gat ekki annað en glaðst yfir andláti annars bræðranna sem myndin snýst um. Leikstjórinn Vetrarbergur svaraði ómarkvissum spurningum gesta fremur ómarkvisst en var reyndar geðfelldur maður. Það var myndin ekki.
Skógur hins ungverska Uppflugs Fliegauf var athyglisverð mynd, nafnið Rengeteg (=urmull) kannski dregið af fjölda ótengdra atriða í tilveru borgarmúgsins. Mér virtust flest endurspegla leiða og tilgangsleysi en glöggt auga leikstjórans fyrir myndrænu og spaugi skapaði óvænt líf og gleði. T a m við drykkjuraus tveggja skálka yfir aðþrengdri kvensu.
Svo sá ég aðra mynd eftir uppflugið Fliegau sem ég upptendraðist af gersamlega: Kviður er það besta sem ég hefi litið á kvikkmyndatjaldi langa lengi þótt að eyrum bærist enskt tal og heitið Womb ekki sérlega aðlaðandi heldur. Sviðsmyndir afar vandlega gerðar, myndavélin í miklu kyrralífi svo að vitundin fylltist fegurð og ró, fólk sat töfrum slegið. Þeim mun merkilegra hvernig uppfluginu tókst þetta að efnisþráðurinn er vitleysa sem ekki verður hér rakinn enda mundi enginn trúa á ágæti myndar ef sagður væri.
Næst er að nefna myndina Á morgun og var nokkrum erfiðleikum bundið að fá að sjá myndina í dag því að miðasalinn vildi endilega selja mér miða á morgun. Morgen er fyrsta langa og leikna mynd rúmenans Marians Crisan, sem lætur hana raunar gerast í og kringum heimabæ sinn Salontu fast við landamærin að Ungverjalandi. Á þessum slóðum er helmingur íbúanna ungverskur enda heyrðu hér víðlend héröð undir Búdapest allt fram undir 1920. Söguefnið er nábýlið við landamærin og samanstendur leikarahópurinn af lítt sviðsvönu heimafólki. Nema atvinnuleikarinn Yilmaz Yalcin frá Istanbúl, tyrkinn skilríkjalausi sem streðar ólöglega yfir öll landamæri til fólks síns í Þýzkalandi, og hinn aðalleikarinn í gervi bóndadurgsins sem orðinn er búðarloka í bænum og gerist hjálparhella tyrkjans en þar mátti líta sjálfan Hatházi András, frægasta sviðsleikara ungverska þjóðarbrotsins í Rúmeníu, jafnframt ljóðskáld og háskólakennari. Þekkileg kvikmynd með góðar meiningar en verður varla talin stórvirki.
Um den Kameramörder vil ég vera fáorður. Robert Adrian Pejo fæddur rúmeni en orðinn austurríkismaður með ungversk tengsl hefir víst ætlað að gera sálfræðihrylli en það hryllilega var leiðinlegt og ómerkilegt nýríkra líf í sálarlausum sumarbústað við Fertövatn ungverjalandsmegin. Það fallega var vatnið og ungverska leikkonan Gryllus Dorka.
Rökkrið Szürkület var fyrsta leikna mynd ungverska leikstjórans Fehér György og hafði réttnefni, varla að sæist bjartur dagur í myndinni í neinum skilningi. Bygging þessarar svarthvítu myndar er óvenjuleg, leikið með langar sviðsmyndir og ofurhægar hreyfingar. Áður umgetinn Fliegauf fylgdi myndinni úr hlaði og kvaðst hafa heillast af henni meðan hann enn var í kvikmyndaháskólanum í Búdapest. Og afsannaði þar með að hann hefði aldrei lært kvikmyndalist í skóla sem á hann var borið í kynningarbæklingi AlKviks. Um leið opinberaðist manni hver er kveikja uppflugsins í Kviðarmyndinni að því er snertir sviðsverk og beitingu kvikmyndavélar.
Sumar myndanna, einkum Rengeteg og Szürkület, liðu fyrir hávaðastillingu sýningarvélanna. Og liðu þó eyru gesta enn meir. Veit ekki um heyrnarfæri AlKviks-manna.
Fjarri fer því að ég fengi neitt þolanlegt yfirlit yfir Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík dagana 23ja september til 3ja október 2010, AlKvik sem ég svo nefni. Til þess voru myndirnar alltof margar og ég illa skaptur til áhorfs. Mér þótti meira en nóg að sitja undir 7 kvikmyndum, beinlínis treysti mér ekki í hinar 107 sem ég ekki sá.
Fyrst skal telja grænlensku myndina Nuummioq sem var nú ansi dönsk með dönskum handritshöfundi, leikstjóra og leikurum að miklum meirihluta. En grænlenskt var landslagið og myndin kostuð af grænlendingum. Myndin sýnir hversdagslegt nútímalíf í Nuuk undir skugga sjúkdóms og ógleymdrar örlagasögu. Vel þolanleg mynd en hefði mátt sýna meira inn í andstæður hins grænlenska og hins danska. Og brúka fleiri grænlenska krafta. Handritshöfundur og leikstjóri Torben Bech, aðalleikari Otto Rosing og átti einnig hlut að handriti og leikstjórn.
Til þess þá að koma mér inn í aldanskan veruleika sá ég kvikmyndina Súbbmaríno sem gerist í undirheimum Kaupinhafnar og sýndi leiðinlegt fólk við leiðinda kringumstæður, drykkju dufl og fíkn. Áhorfandinn gat ekki annað en glaðst yfir andláti annars bræðranna sem myndin snýst um. Leikstjórinn Vetrarbergur svaraði ómarkvissum spurningum gesta fremur ómarkvisst en var reyndar geðfelldur maður. Það var myndin ekki.
Skógur hins ungverska Uppflugs Fliegauf var athyglisverð mynd, nafnið Rengeteg (=urmull) kannski dregið af fjölda ótengdra atriða í tilveru borgarmúgsins. Mér virtust flest endurspegla leiða og tilgangsleysi en glöggt auga leikstjórans fyrir myndrænu og spaugi skapaði óvænt líf og gleði. T a m við drykkjuraus tveggja skálka yfir aðþrengdri kvensu.
Svo sá ég aðra mynd eftir uppflugið Fliegau sem ég upptendraðist af gersamlega: Kviður er það besta sem ég hefi litið á kvikkmyndatjaldi langa lengi þótt að eyrum bærist enskt tal og heitið Womb ekki sérlega aðlaðandi heldur. Sviðsmyndir afar vandlega gerðar, myndavélin í miklu kyrralífi svo að vitundin fylltist fegurð og ró, fólk sat töfrum slegið. Þeim mun merkilegra hvernig uppfluginu tókst þetta að efnisþráðurinn er vitleysa sem ekki verður hér rakinn enda mundi enginn trúa á ágæti myndar ef sagður væri.
Næst er að nefna myndina Á morgun og var nokkrum erfiðleikum bundið að fá að sjá myndina í dag því að miðasalinn vildi endilega selja mér miða á morgun. Morgen er fyrsta langa og leikna mynd rúmenans Marians Crisan, sem lætur hana raunar gerast í og kringum heimabæ sinn Salontu fast við landamærin að Ungverjalandi. Á þessum slóðum er helmingur íbúanna ungverskur enda heyrðu hér víðlend héröð undir Búdapest allt fram undir 1920. Söguefnið er nábýlið við landamærin og samanstendur leikarahópurinn af lítt sviðsvönu heimafólki. Nema atvinnuleikarinn Yilmaz Yalcin frá Istanbúl, tyrkinn skilríkjalausi sem streðar ólöglega yfir öll landamæri til fólks síns í Þýzkalandi, og hinn aðalleikarinn í gervi bóndadurgsins sem orðinn er búðarloka í bænum og gerist hjálparhella tyrkjans en þar mátti líta sjálfan Hatházi András, frægasta sviðsleikara ungverska þjóðarbrotsins í Rúmeníu, jafnframt ljóðskáld og háskólakennari. Þekkileg kvikmynd með góðar meiningar en verður varla talin stórvirki.
Um den Kameramörder vil ég vera fáorður. Robert Adrian Pejo fæddur rúmeni en orðinn austurríkismaður með ungversk tengsl hefir víst ætlað að gera sálfræðihrylli en það hryllilega var leiðinlegt og ómerkilegt nýríkra líf í sálarlausum sumarbústað við Fertövatn ungverjalandsmegin. Það fallega var vatnið og ungverska leikkonan Gryllus Dorka.
Rökkrið Szürkület var fyrsta leikna mynd ungverska leikstjórans Fehér György og hafði réttnefni, varla að sæist bjartur dagur í myndinni í neinum skilningi. Bygging þessarar svarthvítu myndar er óvenjuleg, leikið með langar sviðsmyndir og ofurhægar hreyfingar. Áður umgetinn Fliegauf fylgdi myndinni úr hlaði og kvaðst hafa heillast af henni meðan hann enn var í kvikmyndaháskólanum í Búdapest. Og afsannaði þar með að hann hefði aldrei lært kvikmyndalist í skóla sem á hann var borið í kynningarbæklingi AlKviks. Um leið opinberaðist manni hver er kveikja uppflugsins í Kviðarmyndinni að því er snertir sviðsverk og beitingu kvikmyndavélar.
Sumar myndanna, einkum Rengeteg og Szürkület, liðu fyrir hávaðastillingu sýningarvélanna. Og liðu þó eyru gesta enn meir. Veit ekki um heyrnarfæri AlKviks-manna.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)