
Miðvikudaginn 15ánda október 2010 biðu um 30 manns sitjandi á bólstruðum bekkjum fríkirkjunnar við Tjörnina eftir að þeirra frelsandi hollvinur Gerrit Schuil birtist með gest dagsins. Og fögnuðu þeim Jóni Sigurðssyni píanóleikara sem einn settist að Petroff-flyglinum og lék án nótnablaða nokkur verk (sem hann er að gefa út á diski):
• Tokkötu eftir Lækinn (Jóhann Sebastían Bach). Jóni láðist að geta um nafn og númer en kynni að hafa verið sú í G dúr númer 916 í Bachverkasafni. Hún er í hópi tokkata sem Lækurinn samdi snemma á ferli sínum, fyrir þrítugsaldurinn.
• Sónötu í F dúr eftir Mózart, 1sta þáttinn hraða aðeins. Held að hafi verið sónatan nr. 332 í Köchelskrá, samin laust eftir 1780. Ekki meðal auðveldustu verka í flutningi ef allur Mózart á að birtast í sínum léttstíga glæsileik.
• Fimm prelúdíur Skrjabíns (Скрябина) frá Evrópuferð hans 24ra ára frá 1895.
• Etýða eftir Nikolæ Kapústín (Николай Капустин), rússneskan píanóleikara og tónskáld sem hefir gælt nokkuð við jazz, svo sem heyra mátti í pastoralinu frá 1986 sem Jón flutti áheyrilega.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli