Hjá Gerrit Schuil í hádeginu á miðvikudögum eftir áramótin. Missti af fyrsta skiptinu 12. janúar.
!9. janúar 2011
Helga Þórarinsdóttir lék á lágfiðlu sína einvörðungu tónverk eftir konur. Afar ljúfir tónar með góðri innlifun og skarpri túlkun. Af höfundum kunnum við aðeins að nefna Klöru Wieck (Schumann) 1819–1896 sem átti tvö lög á dagskránni. Leikið var lag eftir norska konu, einkar áheyrilegt. Svo var einnig ein englendinga og önnur þjóðverja.
26. janúar söng Sigrún Hjálmtýsdóttir, kröftugt og hreint svo að glumdi í eyrum þeirra sem næst sátu. Óperuaríur tvær úr Julio Cesare Händels frá 1724. Því næst söng hún Ave Maríu eftir Bizet, á grunni lags frá 16.–17. öld, nú í búningi sem m a Gerrit sjálfur á hlut í. Söngur Sólveigar Griegs hljómaði afar vel. Að lokum var sungin óperuaría.
2. febrúar leiddi Gerrit fram Þóru Einarsdóttur sem fyrst söng 3 lög Jóns Ásgeirssonar við ljóð HKL. Og aukalagið var úr sömu smiðju. Á milli voru tvö lög Gabriels Fauré og önnur tvö eftir Rimsky-Korsakof og enn tvö eftir Tsjækofskí. Þóra sýndi hér sem oftar að hún er afar fær söngkona að raddgæðum og túlkun.
föstudagur, 4. febrúar 2011
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)